lau 27. október 2012 22:42
Elvar Geir Magnússon
Didier Drogba til Liverpool?
Drogba eð Ólympíueldinn.
Drogba eð Ólympíueldinn.
Mynd: Getty Images
Sú saga gengur um að Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sé að reyna að fá Didier Drogba tímabundið til að leysa framherjavandamál liðsins. The People fjallar um málið.

Tímabilinu í Kína lýkur í næstu viku en Drogba leikur fyrir Shanghai Shenhua. Félagið ku vera tilbúið að losa Drogba undan samningi svo hann geti farið í enska boltann en leikmaðurinn sé svo velkominn aftur fyrir nýtt tímabil í Kína.

Rodgers og Drogba þekkjast vel frá þeim tíma sem sá fyrrnefndi var þjálfari hjá Chelsea.

Luis Suarez er eini heili sóknarmaður Liverpool sem stendur en félagið hefur einnig verið orðað við Demba Ba.

Ba myndi þá koma í janúar en Drogba gæti komið enn fyrr og leikið til áramóta en hann mun svo leika með Fílabeinsströndinni á Afríkumótinu í janúar.

Drogba hætti hjá Chelsea í maí eftir að hafa skorað sigurmarkið í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner