Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 01. maí 2015 16:15
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Ólafur spáir í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar
Jóhann Ólafur Sigurðsson.
Jóhann Ólafur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrir hverja umferð í Pepsi-deildinni fáum við spámann til að rýna í kristalkúlu. Deildin fer af stað um helgina en Jóhann Ólafur Sigurðsson, fyrrum markvörður Selfoss, ætlar að ríða á vaðið.

Jóhann er nú að læra íþróttafréttamennsku á Englandi en auk þess heldur hann út Sportblogginu.

ÍA 1 - 2 Stjarnan (sunnudag 17)
Stjarnan að hefja sína fyrstu titilvörn uppi á Skaga. Ekki auðveldasti staðurinn til að byrja á, sérstaklega þar sem Skaginn hefur að skipa rosalegri framlínu. Stjarnan mun hafa þetta á endanum, Halldór Orri Björnsson skorar sigurmarkið um miðjan seinni hálfleik.

Fjölnir 1 - 0 ÍBV (sunnudag 17)
Tvö lið sem eru líklegt til þess að berjast í neðri hlutanum. Eyjamenn eru stórt spurningamerki enda miklar breytingar þar á ferð. Verður mikil barátta en heimamenn taka stigin þrjú.

Keflavík 2 - 2 Víkingur (sunnudag 19:15)
Verður spennandi að sjá hvernig Víkingar fylgja eftir frábæru síðasta sumri. Keflvíkingar byrjuðu vel í fyrra, en þurfa að sætta sig við jafntefli í fyrsta leik.

Valur 1 - 2 Leiknir (sunnudag 19:15)
Nýlíðar eiga það til að mæta á fullri ferð til leiks og Leiknismenn verða engin undantekning. Breiðhyltingarnir koma á óvart og taka þrjú stigin heim frá Hlíðarenda.

KR 1 - 1 FH (mánudag 19:15)
Stórmeistaraslagur. Leikur sem allir hlakka mikið til. Hvað gerist oftast í slíkum leikjum? Jú, jafntefli. Stórmeistarajafntefli.

Fylkir 1 - 2 Breiðablik (fimmtudag 19:15)
Blikarnir hafa verið frábærir í vetur og mæta í toppformi til leiks. Í þokkabót eru þeir ósáttir með frestun leiksins svo þeir munu fljótt taka öll völdin á vellinum. Þrír punktar í Kópavoginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner