Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
Hallgrímur Mar: Þeir skoruðu eitthvað ógeðslegt mark sem tryggði þeim sigur
Haddi Jónasar: Hefðum átt að vinna - Klúðrum þremur dauðafærum í framlengingunni
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
   þri 24. október 2017 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Glódís: Lendum í veseni ef við mætum eins og pulsur
Kvenaboltinn
Glódís á æfingu í Znojmo í gær
Glódís á æfingu í Znojmo í gær
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Við erum búnar að endurheimta vel eftir Þýskalandsleikinn og búnar að stilla okkur af. Við erum klárar í þetta verkefni á morgun,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir við Fótbolta.net síðdegis í gær. Glódís var þá á leiðinni á síðustu æfingu fyrir leik ásamt liðsfélögum sínum.

„Mér finnst það alls ekki erfitt. Við erum búnar að stilla okkur af og vorum að skoða þær í gær. Í kvöld (gærkvöldi) förum við yfir hvernig við ætlum að mæta þeim,“ svaraði Glódís.

„Við erum bara ótrúlega spenntar. Þetta verður hörkuleikur á móti frábæru liði og ef við ætlum að mæta eins og einhverjar pulsur þá lendum við í veseni.“

En hver er lykillinn að því að vinna sigur gegn Tékkum?

„Ég held það verði svipað og á móti Þýskalandi. Við verðum að nýta það að þær fara með margar í sókn og nýta skyndisóknir þar á móti. Síðan verðum við bara að vera fastar fyrir, færa rétt og vera skipulagðar. Það er lykillinn að þessu,“ sagði Glódís Perla meðal annars en nánar er rætt við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner