fim 31. maí 2018 15:20
Magnús Már Einarsson
Lars sér ekki eftir að hafa hætt með Ísland
Icelandair
Fjöldi fréttamanna mætti á fréttamannafund Lars Lagerback í dag.
Fjöldi fréttamanna mætti á fréttamannafund Lars Lagerback í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars á fundinum í dag.
Lars á fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback segist ekki sjá eftir því að hafa hætt sem þjálfari íslenska landsliðsins eftir EM í Frakklandi árið 2016. Lars steig þá til hliðar og Heimir Hallgrímsson tók einn við sem aðalþjálfari en búið var að ákveða þetta þegar þeir sömdu við KSÍ á ný árið 2013.

„Ég get ekki sagt að ég sjái eftir því," sagði Lars á fréttamannafundi á Laugardalsvelli í dag aðspurður hvort hann sjái eftir að hafa hætt með íslenska landsliðið.

„Það var klárt þegar ég gerði annan samning minn við KSÍ að Heimir gerði fjögurra ára samning en ég tveggja. Ég taldi best að gera þetta svona. Það var líklega mjög gott að ég hætti miðað við undakeppni HM. Kannski hefði Ísland ekki komist á HM annars," sagði Heimir.

„Heimir er mjög góður þjálfari. Ég tel að þetta hafi verið mjög gott, líka fyrir liðið. Þeir þurftu ekki að hlusta lengur á mína rödd heldur bara Heimi og starfsfólk hans."

Hinn 69 ára gamli Lars ætlaði að hætta sem þjálfari eftir Íslands ævintýrið en hann tók sían við norska landsliðinu í fyrra.

„Ég ætlaði að hætta en síðan kom Noregur inn og ég er líklega lélegur í að taka ákvarðanir því ég sagði já," sagði Lars og brosti.

Heldur sambandi við Heimi
Lars segist halda mjög góðu sambandi við Heimi og hann reiknar með að hitta hann yfir kaffibolla á meðan Íslands heimsókninni stendur.

„Ég talaði aðeins við Heimi og vonandi getum við fundið tíma til að hittast þegar við eigum lausan tíma. Ég hef aðallega talað við Heimi þar sem við erum af og til í sambandi. Stundum tölum við saman í 5 mínútur og stundum 15. Stundum líða nokkrar vikur á milli þess sem við tölum saman og stundu minna," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner