Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   fös 01. júlí 2005 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Verður Gerrard næstu stóru kaup Real Madrid?
Mynd: Hafliði Breiðfjörð
Liverpool neita að tjá sig um fréttir þess efnis að Steven Gerrard sé á leið til Real Madrid en í spænska dagblaðinu As segir að Gerrard verði næsta stórstjarna sem gangi til liðs við spænsku risana.

Samkvæmt frétt As er haft eftir Gerrard þar sem hann segist freistast til að yfirgefa Anfield fyrir Madríd en hann á í viðræðum við Rafael Benítez stjóra Liverpool um framtíð sína.

Á vefsíðu Real Madrid er staðfset í dag að félagið hafi keypt Pablo Garcia sem er svipaður leikmaður og Gerrard en í As segir að félagið gæti sannfært Gerrard um að pláss sé fyrir þá báða hjá félaginu.

As segir einnig að Gerrard hafi útilokað þann möguleika að fara til Chelsea og ef hann fer þá verði það til félags utan Englands. Í fréttinni segir að þegar Benítez spurði Gerrard hvort hann vildi vera áfram hjá Liverpool þá hafi svarið verið:

,,Við verðum að sjá. Áhuginn frá Madrid er mjög freistandi. Tilboðið frá Madrid er mjög sérstakt. Það er erfitt að segja nei við þá. Ef ég ætti að vera áfram á Englandi, þá myndi ég bara spila fyrir Liverpool."

Í fréttinni segir að Real vilji borga Gerrard meira en tvöfalt meiri laun en hann hefur hjá Liverpool og borga honum þannig yfir 8 milljónir punda á ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner