Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 13. febrúar 2019 11:50
Elvar Geir Magnússon
Fjórir handteknir eftir flugeldasýningu við hótel Real Madrid
Hollenska lögreglan handtók í nótt fjóra einstaklinga eftir svakalega flugeldasýningu sem haldin var við hótel Real Madrid.

Gríðarlegur hávaði var við hótelið um klukkan 3 í nótt en einhverjir stuðningsmenn Ajax voru þar mættir til að reyna að halda vöku fyrir leikmönnum Real Madrid.

Ajax tekur á móti Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld klukkan 20:00. Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.


Athugasemdir
banner