Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 11. mars 2019 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Blikar og Haukar skildu jafnir í rokinu
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar 1 - 1 Breiðablik
1-0 Ásgeir Þór Ingólfsson ('45, víti)
1-1 Aron Bjarnason ('72 )

Haukar og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í A-deild Lengjubikarsins í kvöld en spilað var á Ásvöllum.

Heimamenn í Haukum komust yfir undir lok fyrri hálfleiks með marki Ásgeirs Þórs Ingólfsonar úr vítaspyrnu áður en Aron Bjarnason jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Vindurinn hafði talsverð áhrif á gæði leiksins en liðin þurftu að skipta stigunum á milli sín í dag.

Lokatölur 1-1. Breiðablik er í efsta sæti riðilsins með 10 stig á meðan Haukar eru í neðsta sæti með 1 stig.
Athugasemdir
banner