banner
   mán 15. apríl 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Theódór Elmar og félagar á góðu skriði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason var í byrjunarliði Gazisehir Gaziantep þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur á Adanaspor í tyrknesku B-deildinni í gær.

Gazisehir komst í 2-0 áður en Adanaspor minnkaði muninn. Það var spenna í þessu þangað til á 87. mínútu þegar Gazisehir komst í 3-1. Lokatölur urðu svo 4-1 eins og áður segir.

Theódór Elmar lék 68 mínútur fyrir Gazisehir í leiknum í gær. Hann er nýbyrjaður að spila aftur eftir meiðsli.

Gazisehir hefur verið að leika vel og er liðið ósigrað í síðustu sjö leikjum sínum. Gazisehir er í fjórða sæti B-deildarinnar og útlit er fyrir að liðið muni taka þátt í umspili um að komast upp í efstu deild.

Kári Árnason leikur með toppliði Genclerbirligi, en hann sagði á dögunum að stefnan væri tekin að spila með Víkingi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner