Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 28. apríl 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óþarfi að hafa samband vegna Sancho
Michael Zorc, yfirmaður knattspyrnumála hjá Borussia Dortmund, segir að félög eigi ekki einu sinni að reyna að fá enska kantmanninn Jadon Sancho í sumar.

Sancho hefur slegið í gegn hjá Dortmund og í kjölfarið verið sterklega orðaður við Manchester United.

Sancho er 19 ára og kom upp í gegnum akademíuna hjá Manchester City áður en hann fór til Dortmund í leit að meiri spiltíma. Hann hefur spilað mikið á þessu tímabili og verið virkilega flottur.

Zorc ræddi við Sky Sports um Sancho í gær og sagði þar að önnur félög ættu að sleppa því að setja sig í samband við Dortmund varðandi Sancho.

„Við höfum ekki fengið tilboð, við búumst ekki við tilboðum og við viljum engin tilboð. Sancho verður hjá okkur á næstu leiktíð. Enginn þarf að hafa samband," sagði Zorc við Sky í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner