Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
Rúnar: Höfum fulla trúa á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
banner
   fös 03. maí 2019 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Íslenskur fótbolti er bestur í heimi!
watermark Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, var í skýjunum með dráttinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðið mætir HK í Kópavogsslag.

Eins og áður hefur komið fram á Fótbolta.net þá mættust liðin síðast í deildarleik árið 2008 en þau mætast einmitt á morgun í 2. umferð PepsiMax-deildar karla í Kórnum.

Þá var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag en liðin mætast á Kópavogsvelli þann 30. maí. Það verður því mikið fjör næstu vikurnarí Kópavogi.

Gunnleifur ólst upp í HK og lék lengi vel með liðinu en hann er spenntur fyrir leikjunum.

„Naglinn á höfuðið þar. Ég held að allir séu kátir með þetta, bæði Kópavogsbúar, gjaldkerarnir og allur pakkinn. Stutt ferðalag og þetta verður hátíð í bæ," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net.

„Á morgun? Ég held að það verði fullt af fólki. Ég held að þeir ætli að bæta við sætum, læti og handboltastemningsfýlingur bara."

„Menn eins og Andri Yeoman eru aldir upp í höllunum og fullt af strákum. Við æfum í Fífunni þannig okkur er alveg sama. Við ætlum að sækja sigur."


Gunnleifur vanmetur HK-liðið ekki þrátt fyrir 2-0 tap gegn FH í fyrstu umferð en Blikarnir hafa byrjað mótið vel og þá vann liðið Magna, 10-1, í síðustu umferð í bikarnum.

„Þeir koma til með að leggja allt í sölurnar. Við sáum þá á móti FH og sýndu fína frammistöðu þar og fullt af fínum leikmönnum þarna og ef við ætlum að vinna þá þurfum við að eiga mjög góðan leik."

„Það var sterkt og runnum hálfpartinn blint í sjóinn á móti Grindavík. Við vissum að það voru margir nýjir en það var góð frammistaða þar og gott að vinna suður frá."

„Það er meiri breidd en oft áður. Ofboðslega hæfileikaríkir ungir strákar. Liðsheildin er góð og margir að keppast um stöðurnar og það er góð uppskrift að einhverju góðu."

„Þetta er geðveikt! Ógeðslega skemmtilegt. Þetta er rómantískt, fallegt og eins líka með bikarinn. Bikarmörkin með bílana út á landi og íslenskur fótbolti er bestur í heimi. Ég er hamingjusamur með þetta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner