Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fös 10. maí 2019 08:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel James á leið til Manchester United
Manchester United er nálægt því að kaupa kantmanninn Daniel James frá Swansea fyrir 15 milljónir punda.

Sky Sports greinir frá þessu í morgunsárið.

Ekki er um þekktasta nafnið í bransanum að ræða. Þetta er 21 árs gamall strákur sem er fæddur í Englandi en spilar fyrir landslið Wales. Hann spilaði 24 leiki fyrir Swansea á þessari leiktíð.

Hann leikur sem kantmaður en í janúar var hann næstum því genginn í raðir Leeds. Það gekk á endanum ekki upp því Swansea hætti einfaldlega að svara Leeds og var hann því áfram hjá Swansea.

Nú virðist hann vera að ganga í raðir Manchester United. Ole Gunnar Solskjær hefur talað um það að hann vilji breyta kaupstefnu félagsins og ætlar hann að einbeita sér frekar að leikmönnum með rétta hugarfarið.

Ef kaupin á James ganga upp þá verður hann fyrsti leikmaðurinn sem Solskjær fær til United.

Manchester United mun leika í Evrópudeildinni á næsta tímabili.




Athugasemdir
banner