Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. maí 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flauta þurfti af hjá Rúnari vegna hegðunar stuðningsmanna
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ekki náðist að klára leik Grasshopper og Luzern í svissnesku úrvalsdeildinni í dag. Það þurfti að flauta leikinn af vegna óláta stuðningsmanna Grasshopper.

Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Grasshopper í leiknum og var hann enn á vellinum þegar stuðningsmennirnir tóku málin í sínar eigin hendur.

Mbl segir frá því að stuðningsmenn hafi stillt sér upp og hótað því að fara inn á völlinn þegar Luzern var komið 4-0 yfir.

Dómari sá sér engan annan kost en að flauta leikinn af. Þetta er í annað skipti á nokkrum vikum sem stuðningsmenn Grasshopper verða til þess að leikur er flautaður af.

Félagið hefur fordæmt hegðun stuðningsmanna.

Gengi Grasshopper á leiktíðinni hefur verið hörmulegt og er liðið fallið úr deildinni. Allar líkur eru á því að Rúnar skipti um lið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner