Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 16. maí 2019 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hlægilega dómgæslu í leik ÍBV og Þórs/KA
Kvenaboltinn
Margrét var flögguð rangstæð.
Margrét var flögguð rangstæð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA vann 2-1 sigur á ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Áhugavert atvik kom upp í leiknum og var rætt um það í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær.

Það sem gerðist var það að Margrét Árnadóttir, leikmaður Þórs/KA, var flögguð rangstæð þótt fimm leikmenn ÍBV spiluðu hann réttstæða. Í raun og veru ótrúleg dómgæsla.

„Bestu línuverðirnir og bestu dómararnir eru ekki settir á kvennaleikina. Við erum að kalla eftir að gæði kvennaknattspyrnunnar verði betri og auðvitað þurfa dómararnir að fylgja með þar," sagði Ásthildur Helgadóttir í Pepsi Max-mörkum kvenna í gær.

Myndband af þessu ótrúlega atviki má sjá á vef Vísis hérna.
Athugasemdir
banner
banner