Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. júlí 2019 13:30
Brynjar Ingi Erluson
De Ligt í viðtali: Lít mikið upp til Scirea og Baresi
Mathijs de Ligt í Juventus-treyjunni
Mathijs de Ligt í Juventus-treyjunni
Mynd: Twitter
Mathijs De Ligt gekk formlega í raðir ítalska stórliðsins Juventus í morgun en hann kostaði félagið 67,5 milljónir punda og gerir hann langtímasamning.

De Ligt er aðeins 19 ára gamall en er þegar orðinn byrjunarliðsmaður í hollenska landsliðinu og var þá fyrirliði Ajax sem fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili.

Hann er mikill aðdándi ítalska boltans en hann ræddi um ítalska varnarmenn í viðtali við Ajax TV og komu þar áhugaverð nöfn í umræðuna.

Hann er mikill aðdáandi Fabio Cannavaro, Alessandro Nesta,

„Ég spilaði 10 ár með unglingaliðum AJax og þrjú ár í aðalliðinu en því miður er kominn tími til að taka næsta skref," sagði De Ligt í upphafi viðtalsins.

„Ég hef alltaf verið hrifinn af því hvernig Ítalir verjast. Ég lít mikið upp til Franco Baresi, Gaetano Scirea, Alessandro Nesta, Fabio Cannavaro og Paolo Maldini. Ég gæti haldið endalaust áfram," sagði hann í lokin.

Baresi lagði skóna á hilluna árið 1997 eftir frábæran feril með AC Milan á meðan Gaetano Scirea hætti árið 1988 og lést svo ári síðar í hörmulegu bílslysi í Póllandi. Scirea er talinn vera einn besti varnarmaður sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner