Cristiano Ronaldo sem margir vilja meina að sé einn besti til að hafa spilað fótbolta hefur gefið sitt eigið innsæi í ríginn milli hans og Lionel Messi.
Það var mikill rígur milli stuðningsmanna Real Madrid og Barcelona þegar bæði Ronaldo og Messi kepptust um að vera betri á Spáni.
Þar sem báðir leikmenn hafa unnið fimm Ballon d'Or á mann er ekki mikið hægt að styðjast við þar.
Ronaldo hefur gefið smá vísbendingu um hans álit á hvor hefur náð betri árangri í heimildarþáttum DAZN.
„Messi er ótrúlegur leikmaður, ekki bara fyrir alla Ballon d'Or sem hann hefur unni heldur líka verið á toppnum ár eftir ár, alveg eins og ég."
,Munurinn er sá að ég hef spilað með mörgum liðum og unnið Meistaradeildina með mismunandi liðum. Ég var markahæstur í Meistaradeildinni sex ár í röð."
Það hefur aldrei vantað sjálfstraustið í Ronaldo og er greinilega ekki að minka við dvöl hans í Ítalíu.
Athugasemdir