Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. ágúst 2019 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilboðum Real Madrid og Barcelona í Neymar hafnað
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur hafnað tilboðum frá Barcelona og Real Madrid í Neymar. Þetta segir Guillem Balague, sérfræðingur um spænska fótboltann, í samtali við BBC Radio 5 Live.

Fyrrum félag Neymar, Barcelona, er talið hafa boðið 100 milljónir evra og Philippe Coutinho.

Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic var einnig ræddur við franska félagið sem hluti af tilboðinu.

Real setti fram tilboð sem inniheldur pening auk Gareth Bale og James Rodriguez, tvo leikmenn sem Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, sér ekki sem hluta af sínum plönum.

PSG vildi fá Vinicius Junior frá Real Madrid, en Real vildi ekki setja hann í tilboðið.

Talið er að PSG vilji frekar selja Neymar til Real Madrid, en sambandið á milli Barcelona og PSG er ekki sagt vera á góðum nótum.

Neymar er dýrasti fótboltamaður sögunnar, PSG borgaði Barcelona 200 milljónir punda fyrir hann sumarið 2017.

Neymar vill núna komast frá PSG og stuðningsmenn félagsins vilja að hann komi sér í burtu sem fyrst.


Athugasemdir
banner
banner