Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. ágúst 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Íslendingaliðin þrjú komust áfram
AIK mætir Celtic í úrslitaleik
Arnór Ingvi er kominn aftur úr meiðslum.
Arnór Ingvi er kominn aftur úr meiðslum.
Mynd: Eyþór Árnason
Arnór Ingvi Traustason og Kolbeinn Sigþórsson byrjuðu á bekknum er Malmö og AIK mættu til leiks í næstsíðustu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Arnór Ingvi fékk að spila síðustu 25 mínúturnar í 1-0 tapi gegn Zrinjski í Bosníu. Malmö fer þó áfram eftir 3-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum, en Arnór missti af þeim leik vegna meiðsla.

Kolbeinn kom ekki við sögu er AIK komst áfram þrátt fyrir jafntefli gegn Sheriff Tiraspol á heimavelli. Kolbeinn skoraði í 1-2 sigri á útivelli en í dag lauk leiknum með 1-1 jafntefli í Stokkhólmi.

Bæði lið eru því komin áfram í úrslitaumferð undankeppninnar. Sigurvegarar í þeirri umferð komast í riðlakeppnina.

AIK mætir Celtic á meðan Malmö á leik við ísraelska félagið Yehuda.

Zrinjski 1 - 0 Malmö (1-3 samanlagt)
1-0 D. Sovsic ('90, víti)

AIK 1 - 1 Sheriff Tiraspol
1-0 N. Bahoui ('61)
1-1 G. Boban ('86)

Willum Þór Willumsson var þá ónotaður varamaður er BATE Borisov gerði markalaust jafntefli við FK Sarajevo.

BATE kemst þó áfram eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum sem Willum tók heldur ekki þátt í.

Spartak Moskva 2 - 1 Thun (5-3 samanlagt)
0-1 S. Glarner ('7)
1-1 Ezequiel Ponce ('52)
2-1 Andre Schürrle

Shakhtyor Soligorsk 1 - 1 Torino (1-6 samanlagt)
0-1 Simone Zaza ('80)
1-1 N. Yanush ('91)

Dinamo Tbilsi 1 - 1 Feyenoord (1-5 samanlagt)

Apollon 3 - 1 Austria Vienna (5-2 samanlagt)

HJK 2 - 2 Riga (3-3 samanlagt)
Riga áfram á útivallarmörkum

Zorya Luhansk 1 - 0 CSKA Sofia (2-1 samanlagt)

Suduva 2 - 1 Maccabi Tel Aviv (4-2 samanlagt)

Yehuda 2 - 1 Neftci Baku (4-3 samanlagt)

Yeni Malatyaspor 1 - 0 Partizan Belgrad (2-3 samanlagt)

Mlada Boleslav 0 - 1 Steaua Bucharest (0-1 samanlagt)
Athugasemdir
banner
banner
banner