Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. september 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Palermo setti áhorfendamet í D-deildinni
Vazquez og Dybala voru eitt sinn liðsfélagar hjá Palermo.
Vazquez og Dybala voru eitt sinn liðsfélagar hjá Palermo.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Palermo var dæmt niður í D-deildina vegna gjaldþrots og byrjaði nýtt tímabil á heimaleik gegn San Tommaso.

Palermo lék í B-deildinni og hefði náð umspilssæti ef ekki fyrir þau 20 refsistig sem félagið fékk á tímabilinu, áður en það fór í gjaldþrot.

17.000 áhorfendur mættu á fyrsta leikinn í neðstu deild og settu þar með nýtt D-deildarmet á Ítalíu yfir áhorfendafjölda.

Stuðningsmenn Palermo sungu og trölluðu á pöllunum og ætla augljóslega að styðja við bakið á sínum mönnum á leiðinni upp, rétt eins og stuðningsmenn Juventus, Fiorentina og Parma þurftu að gera fyrr á þessari öld.

Palermo hefur undanfarna áratugi verið mikið í kringum efstu deild á Ítalíu og endaði í 5. sæti tímabilið 2009-10.
Athugasemdir
banner
banner
banner