Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. september 2019 21:14
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Phil Foden afgreiddi Kosóvó
Mynd: Getty Images
Phil Foden var hetja enska U21 landsliðsins sem hafði betur gegn Kosóvó í kvöld.

Foden skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri og er England með sex stig eftir tvo fyrstu leikina.

Englendingar voru með yfirhöndina en gestirnir gáfu ekkert eftir og voru inni í leiknum allan tímann. Fyrra mark Foden kom í fyrri hálfleik og seinna markið í uppbótartíma.

Á sama tíma skoraði Austurríki fjögur gegn Albaníu. Sandi Lovric, leikmaður Lugano í Sviss, skoraði tvennu. Þá gerði Markus Raguz, leikmaður LASK Linz, eitt og Christoph Baumgartner, sem leikur fyrir Hoffenheim, eitt.

Austurríki er með sex stig eftir tvær umferðir. Albanía er með tvö stig eftir fjórar.

Riðill 3:
England U21 2 - 0 Kosóvó U21
1-0 Phil Foden ('25)
2-0 Phil Foden ('93)

Albanía U21 0 - 4 Austurríki U21
0-1 Markus Raguz ('6)
0-2 Sandi Lovric ('9)
0-3 Christoph Baumgartner ('72)
0-4 Sandi Lovric ('73)

Daniel James gerði þá eina mark leiksins er Wales lagði Hvíta-Rússland að velli í æfingaleik.

James skoraði snemma leiks eftir stoðsendingu frá Jonathan Williams.

Wales 1 - 0 Hvíta-Rússland
1-0 Daniel James ('17)
Athugasemdir
banner
banner
banner