þri 10. september 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Sjáðu frá því þegar við mættum Albaníu síðast í Albaníu
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Gylfi skoraði sigurmarkið í leiknum, beint úr aukaspyrnu.
Gylfi skoraði sigurmarkið í leiknum, beint úr aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ísland og Albanía eigast við í kvöld í undankeppni EM 2020. Þetta er fyrsti leikur Íslands gegn Albaníu í Albaníu síðan 2012, þá í undankeppni HM 2014.

Ísland spilaði síðast í Albaníu í undankeppni HM 2018 þegar liðið spilaði gegn Kosóvó, sem átti þá ekki heimavöll í sínu landi. Þá vann Ísland 2-1.

Ísland gerði það líka í Albaníu sex árum áður. Aðdragandinn fyrir þann leik litaðist mikið af ummælum Aron Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða, um Albani. Aron fékk spurningu um ummælin á blaðamannafundi í gær.

Aron byrjaði þó leikinn og kom fyrsta mark leiksins eftir langt innkast frá honum. Birkir Bjarnason skoraði. Albanir jöfnuðu fyrir leikhlé, en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið með marki beint úr aukaspyrnu. Hann fagnaði vel og innilega í rigningunni í Tirana.

Hægt er að skoða myndskeið frá leiknum á vefsíðu RÚV. Sjö af þeim leikmönnum sem byrjuðu gegn Moldóvu síðasta laugardag, byrjuðu leikinn gegn Albaníu árið 2012.

Byrjunarliðið gegn Albaníu 2012:
12. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Grétar Rafn Steinsson
16. Ragnar Sigurðsson
14. Kári Árnason
23. Ari Freyr Skúlason
11. Rúrik Gíslason
17. Aron Einar Gunnarsson
21. Emil Hallfreðsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
19. Alfreð Finnbogason

Inn á sem varamenn komu: Birkir Már Sævarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Eggert Gunnþór Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner