Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 13. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs lofar skemmtun: Við ætlum all in
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég á von á mikið af mörkum. Við ætlum að fara all in í þennan leik," segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn FH á Laugardalsvelli klukkan 17:00 á morgun.

Víkingar hafa spilað marga fjöruga leiki í sumar og Arnar ætlar að sækja til sigurs á morgun.

„Ég horfði á marga úrslitaleiki þegar ég var yngri og ég þoldi ekki þegar lið komu í úrslit og fóru að spila af varnfærin," sagði Arnar.

„Þetta er sýningarleikur fyrir knattspyrnuáhugamenn og þá ber okkur þjálfurunum skylda að bjóða upp á eitthvað gott á boðstólnum. Við ætlum að gera það og ég veit að Óli (Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH) kollegi minn ætlar að gera það líka."

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.

Smelltu hér til að kaupa miða á úrslitaleikinn
Arnar Gunnlaugs: Lykillinn að keyra yfir þá
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner