Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. september 2019 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Karaktersigur Blika á Sparta Prag
Markamaskínan Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö fyrir Breiðablik
Markamaskínan Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö fyrir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 2 Sparta Prag
0-1 Christina Marie Burkenroad ('3 )
1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('14 )
1-2 Christina Marie Burkenroad ('35 )
2-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('77 )
3-2 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('79 )

Kvennalið Breiðabliks vann magnaðan 3-2 sigur á Sparta Prag í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli.

Ekki var þó byrjunin góð fyrir blika en Christina Marie Burkenroad kom Sparta Prag á bragðið á 3. mínútu. Lucie Markinova kom þá knettinum inn í teig á Burkenroad, sem náði að snúa af sér varnarmann og leggja boltann í hornið.

Palina Nepokojova var nálægt því að bæta við öðru á 12. mínútu en hún þrumaði þá yfir úr ákjósanlegu færi. Blikar efldust við klúðrið því Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin tveimur mínútum síðar.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir átti þá góða sendingu fyrir og stangaði Berglind boltann í netið. Nokkrum mínútum síðar átti Berglind hörkuskot í slá og Agla María Albertsdóttir átti þá gott færi skömmu seinna en markvörður Sparta Prag gerði vel í að verja.

Það kom smá meðbyr með Blikunum en þær fengu skell á 35. mínútu er Burkenroad skoraði annað mark sitt í leiknum eftir klaufagang í varnarleiknum.

Blikaliðið virkaði ferskara í síðari hálfleiknum og var það vel nýtt. Berglind Björg jafnaði á 77. mínútu með skalla eftir frábæra útfærslu á aukaspyrnu. Selma Sól Magnúsdóttir tók þá aukaspyrnu Blika, sendi hann hægra megin á Ástu Eir Árnadóttur sem gaf fyrir á Berglindi sem skoraði.

Sigurmarkið kom síðan á 79. mínútu en það gerði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hildur Antonsdóttir náði þá að koma boltanum á Karólínu sem skaut boltanum í fjærhornið.

Lokatölur 3-2 fyrir Blikum og fer liðið því með forystu inn í síðari leikinn sem fer fram í Tékklandi þann 26. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner