Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. september 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Eiður Smári í viðtali við Goal - Spenntur fyrir komandi tímum hjá Chelsea
Eiður Smári og Frank Lampard.
Eiður Smári og Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Gudjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ræddi um sitt gamla félag, Chelsea í viðtali við Goal.com.

Chelsea hefur ekki byrjað stigasöfnunina nógu vel á þessu tímabili en Eiður biður stuðningsmenn Chelsea um að sýna þolinmæði og er bjartsýnn á framhaldið hjá Frank Lampard og lærisveinum hans.

„Þetta tímabil hefur ekki byrjað frábærlega en maður vissi alveg að þetta gæti gerst. Ég held að þetta tímabil sé fullkomið fyrir Chelsea til að reyna móta ungu leikmennina líkt og þeir gerðu með John Terry sem kom mjög ungur inn í liðið, Ranieri spilaði honum stöðugt og það skilaði sér," sagði Eiður.

„Fyrsta tímabil Lampard hjá félaginu var allt í lagi ekkert meira en það, ég held að hann myndi segja það sama. En á hverju tímabili óx hann sem leikmaður. Þegar hann fór að spila alla leiki sá maður hann vaxa og verða mikilvægari fyrir liðið."

„Síðan var hann besti leikmaður í sögu Chelsea. Það er ótrúlegt að líta á tölfræðina hans og hún sýnir að ef þú færð tíma til að sanna þig þá skilar það sér," sagði Eiður Smári sem lék með Chelsea frá 2000 til 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner