Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 13. september 2019 20:43
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Árna: Stefni á markaskóinn
Kvenaboltinn
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gott að tryggja okkur í Inkasso. Við eigum klárlega skilið að vera þar,“ sagði Ásta Árnadóttir, annar markaskorari Augnabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn FH í Inkasso-deildinni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

„Við byrjuðum ekki alveg nógu vel en við ákváðum að halda áfram og spila okkar leik og í seinni hálfleik gekk það miklu betur. Við hefðum mátt taka öll stigin,“ sagði Ásta en lið Augnabliks kom mjög öflugt inn í síðari hálfleikinn og var ekki langt frá því að landa sigri.

„Það er búið að vera stígandi hjá okkur og alltaf betra og betra í hverjum leik. Við ætluðum að spila okkar leik og það tókst í seinni hálfleik. Það skilaði stigi en ég hefði viljað þrjú.“

Þó stigið hafi aðeins verið eitt þá dugar það Augnabliki til áframhaldandi veru í Inkasso-deildinni en Grindavík tapaði fyrir Haukum í kvöld og er fallið niður í 2. deild.

Það var skondið að markaskorarar Augnabliks voru yngsti og elsti leikmaður vallarins. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, fædd 2005, skoraði fyrri mark liðsins og reynsluboltinn Ásta, sem fædd er 1983, skoraði það síðara.

„Þetta var þriðja markið mitt í sumar og ég stefni á markaskóinn,“ sagði Ásta létt í lokin en hún þarf ekki að skora nema 20 mörk í lokaumferðinni til að eiga séns á honum.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Ástu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner