Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 13. september 2019 20:43
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Árna: Stefni á markaskóinn
Kvenaboltinn
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gott að tryggja okkur í Inkasso. Við eigum klárlega skilið að vera þar,“ sagði Ásta Árnadóttir, annar markaskorari Augnabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn FH í Inkasso-deildinni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

„Við byrjuðum ekki alveg nógu vel en við ákváðum að halda áfram og spila okkar leik og í seinni hálfleik gekk það miklu betur. Við hefðum mátt taka öll stigin,“ sagði Ásta en lið Augnabliks kom mjög öflugt inn í síðari hálfleikinn og var ekki langt frá því að landa sigri.

„Það er búið að vera stígandi hjá okkur og alltaf betra og betra í hverjum leik. Við ætluðum að spila okkar leik og það tókst í seinni hálfleik. Það skilaði stigi en ég hefði viljað þrjú.“

Þó stigið hafi aðeins verið eitt þá dugar það Augnabliki til áframhaldandi veru í Inkasso-deildinni en Grindavík tapaði fyrir Haukum í kvöld og er fallið niður í 2. deild.

Það var skondið að markaskorarar Augnabliks voru yngsti og elsti leikmaður vallarins. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, fædd 2005, skoraði fyrri mark liðsins og reynsluboltinn Ásta, sem fædd er 1983, skoraði það síðara.

„Þetta var þriðja markið mitt í sumar og ég stefni á markaskóinn,“ sagði Ásta létt í lokin en hún þarf ekki að skora nema 20 mörk í lokaumferðinni til að eiga séns á honum.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Ástu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner