Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 13. september 2019 20:43
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Árna: Stefni á markaskóinn
Kvenaboltinn
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gott að tryggja okkur í Inkasso. Við eigum klárlega skilið að vera þar,“ sagði Ásta Árnadóttir, annar markaskorari Augnabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn FH í Inkasso-deildinni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

„Við byrjuðum ekki alveg nógu vel en við ákváðum að halda áfram og spila okkar leik og í seinni hálfleik gekk það miklu betur. Við hefðum mátt taka öll stigin,“ sagði Ásta en lið Augnabliks kom mjög öflugt inn í síðari hálfleikinn og var ekki langt frá því að landa sigri.

„Það er búið að vera stígandi hjá okkur og alltaf betra og betra í hverjum leik. Við ætluðum að spila okkar leik og það tókst í seinni hálfleik. Það skilaði stigi en ég hefði viljað þrjú.“

Þó stigið hafi aðeins verið eitt þá dugar það Augnabliki til áframhaldandi veru í Inkasso-deildinni en Grindavík tapaði fyrir Haukum í kvöld og er fallið niður í 2. deild.

Það var skondið að markaskorarar Augnabliks voru yngsti og elsti leikmaður vallarins. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, fædd 2005, skoraði fyrri mark liðsins og reynsluboltinn Ásta, sem fædd er 1983, skoraði það síðara.

„Þetta var þriðja markið mitt í sumar og ég stefni á markaskóinn,“ sagði Ásta létt í lokin en hún þarf ekki að skora nema 20 mörk í lokaumferðinni til að eiga séns á honum.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Ástu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner