29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 13. september 2019 20:43
Mist Rúnarsdóttir
Ásta Árna: Stefni á markaskóinn
Kvenaboltinn
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Alltaf í boltanum. Ásta Árnadóttir spilar með Augnablik en er sjúkraþjálfari Vals og A-landsliðs kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög gott að tryggja okkur í Inkasso. Við eigum klárlega skilið að vera þar,“ sagði Ásta Árnadóttir, annar markaskorari Augnabliks, eftir 2-2 jafntefli gegn FH í Inkasso-deildinni.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

„Við byrjuðum ekki alveg nógu vel en við ákváðum að halda áfram og spila okkar leik og í seinni hálfleik gekk það miklu betur. Við hefðum mátt taka öll stigin,“ sagði Ásta en lið Augnabliks kom mjög öflugt inn í síðari hálfleikinn og var ekki langt frá því að landa sigri.

„Það er búið að vera stígandi hjá okkur og alltaf betra og betra í hverjum leik. Við ætluðum að spila okkar leik og það tókst í seinni hálfleik. Það skilaði stigi en ég hefði viljað þrjú.“

Þó stigið hafi aðeins verið eitt þá dugar það Augnabliki til áframhaldandi veru í Inkasso-deildinni en Grindavík tapaði fyrir Haukum í kvöld og er fallið niður í 2. deild.

Það var skondið að markaskorarar Augnabliks voru yngsti og elsti leikmaður vallarins. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, fædd 2005, skoraði fyrri mark liðsins og reynsluboltinn Ásta, sem fædd er 1983, skoraði það síðara.

„Þetta var þriðja markið mitt í sumar og ég stefni á markaskóinn,“ sagði Ásta létt í lokin en hún þarf ekki að skora nema 20 mörk í lokaumferðinni til að eiga séns á honum.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Ástu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner