Raphael Varane, varnarmaður Real Madrid og franska landsliðsins, væri alltaf til í að hafa Kylian Mbappe í sínu liði.
                
                
                                    Hinn tvítugi Mbappe er á mála hjá Paris Saint-Germain en er reglulega orðaður við Real Madrid.
Varane segir að Mbappe hafi ekki spurt hann út í Real Madrid, en ef hann gerir það, þá muni hann fá góð ráð.
„Ég vil alltaf hafa Mbappe í mínu liði," sagði Varane við El Transistor.
„Ef hann spyr mig einn daginn um Real Madrid, þá mun ég bara tala vel um félagið."
Varane verður í eldlínunni gegn Íslandi í kvöld, hann verður með fyrirliðaband franska landsliðsins á Laugardalsvelli. Mbappe er meiddur og spilar ekki.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
