banner
   fös 11. október 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Lucas Hernandez sé klár í leikinn gegn Íslandi
Icelandair
Lucas Hernandez hér með Philippe Coutinho.
Lucas Hernandez hér með Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Upphaflega var talið að varnarmaðurinn Lucas Hernandez yrði ekki með Frakklandi í leiknum gegn Íslandi í undankeppni EM 2020.

Meiðsli hafa verið að stríða honum, en var hann þrátt fyrir það valinn í landsliðshópinn. Bayern München, félagslið hans, var ekki sátt með ákvörðunina.

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, var spurður út í Hernandez á blaðamannafundi í gær.

„Hann er tilbúinn í leikinn. Hann hefur tekið stöðugum framförum."

Getur hann spilað 90 mínútur? „Ég vil ekki fullyrða neitt með það. Það kemur í ljós."

Lucas er í líklegu byrjunarliði Frakklands. Hann spilaði stórt hlutverk er Frakkland varð Heimsmeistari á síðasta ári.

Það vantar nokkra leikmenn í lið Frakklands. Hugo Lloris, Paul Pogba og Kylian Mbappe eru allir frá vegna meiðsla.

Leikur Íslands og Frakklands er í kvöld klukkan 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner