Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 11. október 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Mount í byrjunarliði Englendinga í kvöld
Mason Mount, miðjumaður Chelsea, mun spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði enska landsliðsins þegar það mætir Tékklandi í undankeppni EM í kvöld. Sky Sports segir frá.

Mount á tvo landsleiki að baki en hann kom inn á sem varamaður í leikjum gegn Búlgaríu og Kósóvó í síðasta mánuði.

Hinn tvitugi Mount hefur byrjað tímabilið frábærlega með Chelsea og vakið mikla athygli.

Eftir tvö mörk í síðustu fjórum leikjum liðsins hefur Gareth Southgate ákveðið að gefa Mount tækifæri í byrjunarliði enska landsliðsinu í kvöld.

Mount hefur verið á undan Ross Barkley í röðinni hjá Chelsea að undanförnu og hann er nú einnig að taka sæti hans í enska landsliðinu.

Athugasemdir
banner
banner