Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 11. október 2019 14:43
Elvar Geir Magnússon
Fellaini: Of fljótir að reka Mourinho
Fellaini faðmar Mourinho.
Fellaini faðmar Mourinho.
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini, fyrrum leikmaður Manchester United, spilar nú í kínversku Ofurdeildinni en þessi belgíski miðjumaður telur að sínir gömlu vinnuveitendur hafi gert mistök þegar Jose Mourinho var rekinn.

Fellaini segir að Mourinho eigi meira hrós skilið fyrir tíma sinn hjá Manchester United en hann fái.

„Mourinho gerði frábærlega á fyrsta tímabili, bætti liðið og var að vinna. Annað tímabilið var erfiðara en hann gerði sitt besta til að hjálpa liðinu. Þá var ákveðið að reka hann og þannig er fótboltinn," segir Fellaini.

„Þeir voru of fljótir að reka hann að mínu mati. Hann vildi byggja upp sitt lið en eftir tvö og hálft ár var ákveðið að reka hann því úrslitin voru ekki ásættanleg. Það er ekki auðvelt að byggja upp lið á þessum tíma."

„Til að bæta sig og vinna hluti þarf tíma og Manchester United þarf að finna lausn. Nú er kominn nýr stjóri og þeir vilja spila á ungum leikmönnum. Ef þú spilar á ungum leikmönnum þá er óstöðugleiki, þannig er fótboltinn. Það þarf rétta blöndu og það þarf reynslu."
Athugasemdir
banner
banner