Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. október 2019 21:19
Magnús Már Einarsson
Deschamps: Skiptir ekki máli hvort við spilum við Holland eða Ísland
Icelandair
Deschamps á spjalli fyrir leikinn í kvöld.
Deschamps á spjalli fyrir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mikið um návígi og baráttu þar sem líkamlegur styrkur skipti máli. Við vorum tilbúnir í það," sagði Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, eftir 1-0 sigurinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli í dag.

„Þetta var frekar lokaður leikur en við fengum tvö góð færi og hefðum getað bætt við marki til viðbótar. Íslenska liðið er mjög gott á heimavelli og þeir eru mjög þéttir."

„Við vorum líka mjög þéttir og sem hópur þá svöruðum við kallinu. Þessi sigur er mikilvægur fyrir leikinn gegn Tyrkjum á mánudag,"


Frakkar geta tryggt sér sæti á EM á næsta ári með sigri gegn Tyrkjum á heimavelli á mánudag. Liðið á einnig leiki gegn Moldóvu og Albaníu í nóvember.

Franskir fjölmiðlar spurðu Deschamps hvort að Frakkar hefðu ekki átt að vinna leikinn meira sannfærandi. „Það skiptir ekki máli hvort við spilum við Holland eða Ísland. Við erum heimsmeistarar og öll lið taka fast á móti okkur. Íslenska liðið er mjög þétt og leikmennirnir eru líkamlega sterkir. Það er ekki auðvelt að spila á móti þeim. Við fengum sex góð færi í þessum leik,"

Antoine Griezmann fiskaði vítaspyrnuna sem skildi liðin að í lok leiks. „Hann fékk lítið pláss, sérstaklega í fyrri hálfleik. Hann vann vítaspyrnuna, hélt boltanum vel og átti góðar sendingar. Hann var duglegur í leiknum," sagði Deschamps um frammistöðu Griezmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner