Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. október 2019 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Pjanic skoraði tvö gegn Finnlandi - Danmörk vann
Miralem Pjanic skoraði tvö fyrir Bosníu
Miralem Pjanic skoraði tvö fyrir Bosníu
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en Bosnía og Herzegóvína vann Finnland 4-1 á meðan Rúmenía kláraði Færeyjar undir lok leiks með þremur mörkum gegn engu.

Miralem Pjanic skoraði tvö mörk fyrir Bosníu á meðan þeir Izet Hajrovic og Armin Hodzic gerðu hin mörk liðsins. Joel Pohjanpalo skoraði síðasta mark leiksins og klóraði í bakkann fyrir Finnland en lengra komst liðið ekki, 4-1 sigur Bosníu staðreynd.

Í J-riðlinum er Finnland í 2. sæti með 12 stig en Bosnía er nú aðeins tveimur stigum á eftir með 10 stig.

Færeyjar töpuðu fyrir Rúmeníu, 3-0. Heimamenn sátu í vörn mest allan leikinn en þegar fimmtán mínútur voru eftir kláruðu Rúmenar leikinn. George Puscas, framherji Reading, skoraði á 74. mínútu og níu mínútum síðar bætti Alexandru Mitrita við öðru marki. Claudiu Keseru skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins.

Georgía og Írland gerðu þá markalaust jafntefli. Danmörk vann Sviss 1-0 í sama riðli en Youssef Poulsen gerði eina markið. Nú eru Írland og Danmörk í efstu tveimur sætunum með 12 stig eftir sex leiki. Sviss er í þriðja sæti með 8 stig.

Rúmenía fer í 2. sætið með 13 stig eftir sigurinn á Færeyjum en Spánn er á toppnum með 18 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bosnia Herzegovina 4 - 1 Finnland
1-0 Izet Hajrovic ('29 )
2-0 Miralem Pjanic ('37 , víti)
3-0 Miralem Pjanic ('58 )
4-0 Armin Hodzic ('73 )
4-1 Joel Pohjanpalo ('79 )

Færeyjar 0 - 3 Rúmenía
0-1 George Puscas ('74 )
0-2 Alexandru Mitrita ('83 )
0-3 Claudiu Keseru ('90 )

Georgía 0 - 0 Írland

Danmörk 1 - 0 Sviss
1-0 Yussuf Poulsen ('85 )
Athugasemdir
banner
banner