Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 12. október 2019 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Mancini: Þessi sigur er tileinkaður barnaspítalanum
Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins, var hæstánægður eftir 2-0 sigur Ítalíu á Grikklandi en Ítalía spilar á EM á næsta ári.

Jorginho og Federico Bernardeschi skoruðu mörk Ítalíu en liðið hefur unnið alla sjö leiki sína í undankeppninni.

Liðið tryggði farseðilinn á EM í kvöld og er níu stigum á undan Finnlandi sem er í öðru sæti og er með ellefu stiga forystu á Armeníu þegar þrír leikir eru eftir. Tvö efstu sætin gefa þátttökurétt á EM.

„Strákarnir gerðu vel. Ég vil samt byrja á því að þakka stuðningsmönnunum á leikvanginum fyrir að koma á leikinn og styðja okkur."

„Við vildum tileinka sigurinn til barnanna á barnaspítalanum,"
sagði Mancini en landsliðið heimsótti spítalann á dögunum og færði börnunum gjafir og spiluðu leiki með þeim.
Athugasemdir
banner