fös 08. nóvember 2019 20:28
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Ég ræði við Bayern í næstu viku
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger gæti tekið við FC Bayern í næstu viku en hann er talinn efstur á óskalista félagsins til að taka við af Niko Kovac.

Mikið hefur verið rætt um framtíð hans hjá Bayern síðustu daga og ákvað Wenger því að gefa út yfirlýsingu á myndbandi.

Þar segir hann frá símtali við Karl-Heinz Rummenigge og þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að best væri að ræða málin í næstu viku.

Hans-Dieter Flick mun stýra Bayern gegn Dortmund á morgun og svo kemur landsleikjahlé.

„Rummenigge hringdi í mig en ég gat ekki svarað svo ég hringdi til baka. Þá var hann í bílnum sínum á leið á leikinn gegn Olympiakos í Meistaradeildinni. Við ræddum í fimm mínútur og komumst að því að best væri að ræða málin betur í næstu viku," sagði Wenger meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner