Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. nóvember 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Telegraaf: Bayern að velja á mili Ten Hag og Tuchel
Ten Hag er talinn líklegur arftaki Kovac.
Ten Hag er talinn líklegur arftaki Kovac.
Mynd: Getty Images
Hollenski miðilinn De Telegraaf heldur því fram að FC Bayern sé að skoða nokkra þjálfara sem mögulega arftaka Niko Kovac og þar séu Thomas Tuchel og Erik Ten Hag efstir á lista.

Ten Hag hefur gert frábæra hluti með Ajax og kom þeim í undanúrslit Meistaradeildarinnar í vor.

Tuchel hefur verið hjá PSG í eitt og hálft ár en hann gerði garðinn frægan sem arftaki Jürgen Klopp hjá Borussia Dortmund.

Hvorugur þeirra yrði tilbúinn til að taka við Bayern á miðju tímabili en þeir væru báðir reiðubúnir til að taka við starfinu næsta sumar, samkvæmt frétt Telegraaf.

Arsene Wenger er einnig inni í myndinni eins og hann greindi sjálfur frá á myndbandi í gær.
Athugasemdir
banner
banner