lau 09. nóvember 2019 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Silva: VAR búið að kosta mörg stig
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Everton, á í hættu á að missa starf sitt hjá félaginu eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Everton er með ellefu stig, þremur meira en Watford og Southampton sem eru í fallsæti.

„Ég er sammála Klopp. VAR getur kostað þjálfara starfið sitt. Það þarf að fullkomna þetta kerfi, ef þið skoðið síðustu þrjá eða fjóra leiki hjá okkur þá rænir VAR fimm eða sex stigum af okkur," sagði Silva.

„Hvar værum við með þessi stig? Ég hef engar efasemdir um að við værum að spila betri fótbolta ef við værum komnir með þessi stig. Það er ekkert leyndarmál að hvaða lið sem er í heiminum spilar betur þegar gengur vel.

„Við erum ekki ánægðir með stöðuna sem við erum komnir í en ég veit að hlutirnir væru allt öðruvísi ef fótboltinn væri sanngjarnari í okkar garð. Núna eru allir leikir skyldusigrar fyrir okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner