Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   lau 09. nóvember 2019 17:20
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pulisic: Hér viljum við vera
Christian Pulisic var á skotskónum þegar Chelsea hafði betur gegn Crystal Palace fyrr í dag í Lundúnaslag.

Chelsea sigraði 2-0 og fór með sigrinum upp í 2. sæti deildarinnar, upp fyrir Manchester City. Tammy Abraham skoraði fyrra mark leiksins en fyrrnefndur Pulisic bætti við öðru markinu á 79. mínútu.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við náðum bara ekki að koma boltanum í netið. Við gáfumst hins vegar ekki upp og Tammy náði að brjóta ísinn, við unnum að lokum nokkuð öruggan sigur."

„Staða okkar í deildinni er alls ekki slæm, hér viljum við vera (í 2. sæti) og ætlum okkur að halda áfram á þessari braut," sagði Pulisic að lokum.

Athugasemdir
banner