sun 10. nóvember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliða Frankfurt vikið af velli fyrir að fella þjálfara Freiburg
Christian Streich, þjálfari Freiburg.
Christian Streich, þjálfari Freiburg.
Mynd: Getty Images
Það átti sér stað mjög svo ótrúlegt atvik í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar David Abraham, fyrirliði Eintracht Frankfurt, var rekinn út af fyrir að hlaupa niður stjóra andstæðinganna.

Frankfurt tapaði 1-0 gegn spútnikliði Freiburg.

Í uppbótartímanum hljóp Abraham á eftir boltanum er hann fór í innkast. Hinn 54 ára gamli þjálfari Freiburg, Christian Streich, stóð í vegi Abraham sem hægði ekkert á sér.

Leikmenn og starfsmenn Freiburg tóku ekki sérstaklega vel í þetta og hlupu í átt að Abraham sem fékk að líta rauða spjaldið.

Frankfurt kláraði leikinn með níu menn þar sem Gelson Fernandes hafði fengið rautt spjald fyrr í leiknum.

Hér að neðan má sjá myndband.


Athugasemdir
banner
banner
banner