Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 04. desember 2019 09:11
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Manchester City sungu í rafmagnsleysinu
Rafmagnið fór af klefanum hjá Manchester City á Turf Moor fyrir sigurinn á Burnley í gærkvöldi.

Leikmenn Manchester City voru nýmættir inn í klefa fyrir leik þegar öll ljós slökknuðu.

Leikmennirnir rifu þá upp farsíma sína til að fá ljós og tóku lagið saman.

Wonderwall með Oasis var sungið af krafti en Noel Gallagher sem bjó til lagið er harður stuðningsmaður City.

Hér að neðan má sjá leikmenn City taka lagið í klefanum fyrir leik.

Athugasemdir
banner