Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. desember 2019 09:24
Magnús Már Einarsson
Pochettino vill taka við Manchester United
Powerade
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Lautaro Martinez er á óskalista Manchester City.
Lautaro Martinez er á óskalista Manchester City.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir þessa dagana enda styttist í janúar gluggann.



Tottenham er tilbúið að hlusta á tilboð upp á minna en 40 milljónir punda í Christian Eriksen (27). Eriksen verður samningslaus næsta sumar. (Evening Standard)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, vill taka við Manchester United af Ole Gunnar Solskjær. (Manchester Evening News)

Tottenham ætlar ekki að reyna að kaupa miðjumanninn Nemanja Matic (31) frá Manchester United. (Manchester Evening News)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að félagið sé ekki á eftir miðjumanninum Bruno Fernandes (25) hjá Sporting Lisabon þar sem hann kostar 85 milljónir punda. (Mail)

Arsenal hefur haft samband við Marcelino, fyrrum þjálfara Valencia, en hann gæti tekið við stjórastöðunni hjá skyttunum. (Goal)

Manchester City ætlar að berjast við Barcelona um Lautaro Martinez (22) framherja Inter. (Sky Sports Italia)

Solskjær segist vilja sjá félagið vera fljótari að vinna í málum á félagaskiptamarkaðinum. Með þessu gaf hann í skyn að framkvæmdastjórinn Ed Woodward hafi verið lengi að ganga frá samningum síðastliðið sumar. (Evening Standard)

Olivier Giroud (33) ætlar að ræða framtíð sína hjá Chelsea en hann vill fara frá félaginu í janúar. (Evening Standard)

Tottenham vill fá varnarmanninn Ben Godfrey (21) frá Norwich í janúar. (Football Insider)

Félög í ensku úrvalsdeildinni sem vilja fá Rafael Benítez í stjórastólinn þurfa að greiða meira en 20 milljónir punda til að leysa hann undan samningi hjá Dalian Yifang í Kína. (Mail)

Liverpool ætlar ekki að lána Rhian Brewster (19) nema því sé lofað að hann fái spiltíma. (Football InsideR)

Everton vill fá portúgalska kantmanninn Matchoi Bobo Djalo (16) frá Pacos de Ferreira í janúar. (Football Insider)

Norwich, Watford og Crystal Palace eru að skoða Muhammadu Faal (22) framherja Enfield. Faal er frændi Joe Gomez leikmanns Liverpool. (Sun)

Atletico Madrid vill kaupa framherjann Timo Werner (23) frá RB Leipzig. (COPE)

Edinson Cavani (32) hjá PSG, Krzystof Piatek (24) hjá AC Milan og Andrea Belotti (25) hjá Torino koma einnig til greina hjá Atletico. (AS)

Zlatan Ibrahimovic (38) segist ætla í Serie A á Ítalíu en hann hefur verið sterklega orðaður við AC Milan að undanförnu. (GQ Italia)
Athugasemdir
banner
banner