Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. desember 2019 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Ég er í Netflix þáttaröð - Ekki segja Amazon
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var ráðinn sem knattspyrnustjóri Tottenham í nóvember og verður því partur af heimildarþáttum Amazon Prime Video sem fjalla um félagið í Norður-London.

Fréttamanni Mirror barst veður af því að Mourinho væri einnig í hlutverki í þáttaröð á Netflix, sem er einn helsti keppinautur Amazon, og játaði portúgalski stjórinn því.

„Ég er í þætti á Netflix, það er rétt. Það er talað við átta þjálfara í átta mismunandi íþróttum. Það er búið að taka þetta upp, ég veit ekki hvenær það kemur út. Mínum parti er lokið," sagði Mourinho.

„Það er líka talað við þjálfara í NBA, Formúlu 1, tennis, NFL og rúgbý, en ekki í krikket! Og strákar, þeir hjá Amazon mega ekki vita af þessu."

Mourinho mætir sínum fyrrum vinnuveitendum í Manchester United í kvöld. Tottenham er búið að vinna fyrstu þrjá leikina undir hans stjórn á meðan Man Utd er í sögulegri lægð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner