Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   fös 03. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varð að fara frá Sviss - Ísland besti kosturinn og leist best á KR
Jakob Franz
Jakob Franz
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Franz Pálsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er genginn í raðir KR á láni út tímabilið 2023. Jakob er uppalinn Þórsari, unglingalandsliðsmaður, sem hefur undanfarin tvö ár verið á mála hjá ítalska félaginu.

„Mér leist vel á KR, tók gott samtal áður en ég kláraði þetta. Það er fínasta þjálfarateymi og leikmenn, þetta lítur vel út. Ég talaði við Bjarna (Guðjóns) og framtíðin lítur vel út þarna. Ég ákvað að taka sénsinn," sagði Jakob við Fótbolta.net í dag.

„Ég er mjög spenntur að vinna með Rúnari Kristins, líst mjög vel á hann sem þjálfara og líka Ole Martin aðstoðarþjálfara. Þeir eru mjög taktískir og þetta verður mjög spennandi sumar."

En af hverju er Jakob kominn til Íslands?

„Ég fór til Sviss eftir síðasta sumar og það gekk ekkert það vel. Ég vildi koma til Íslands og sjá hvernig það myndi fara. Það voru tveir-þrír aðrir kostir á Íslandi en mér leist best á KR. Síðan er þægilegt að koma aðeins heim, vera með fjölskyldu og kærustunni sem maður er búinn að vera í fjarsambandi með. Það er geggjað að geta núna verið saman hér á Íslandi, bý núna hjá fjölskyldu hennar í Keflavík og mér líður vel."

Jakob var lánaður til FC Chiasso í Sviss síðasta sumar. Chiasso var í þriðju efstu deild í Sviss. Af hverju gengu hlutirnir ekki upp þar?

„Það var alls konar vesen hjá klúbbnum, núna er klúbburinn farinn á hausinn. Í nóvember var ekkert annað í stöðunni en að finna einhvern annan klúbb og Ísland var besti kosturinn fyrir mig og framtíðina."

Hann hefur á sínum ferli mest spilað sem hægri bakvörður en hefur að undanförnu einnig spilað sem miðvörður. „Það er fínt að hafa meira en eina stöðu sem ég get spilað. Ég prófaði aðeins í Sviss að vera í hafsent og spilaði með U21 gegn Skotlandi sem hafsent. Það er fínt að geta haft það í vopnabúrinu."

Eins og það lítur út núna verður Jakob í samkeppni við Kennie Chopart um sæti í KR liðinu ef horft er á hægri bakvarðarstöðuna og þá Finn Tómas Pálmason, Pontus Lindgren og Grétar Snæ Gunnarsson um sæti í liðinu sem miðvörður.

„Mér líst vel á samkeppnina, þetta eru sterkir leikmenn og frábær varnarlína. Það er gaman að komast inn í þá samkeppni og reyna fá mínútur. Ég er spenntur og hlakka til að spila með strákunum," sagði Jakob.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má heyra svör hans varðandi spurningar um tímann hjá Venezia til þessa.
Athugasemdir
banner
banner