Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 13. maí 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sonur Ancelotti orðaður við stjórastarfið hjá Rangers
Feðgarnir
Feðgarnir
Mynd: EPA
Rangers er í leit að nýjum stjóra en spænski miðillinn Diario AS greinir frá því að Davide Ancelotti sé á óskalista félagsins.

Ancelotti er sonur Carlo Ancelotti en hann hefur verið aðstoðarmaður pabba síns hjá Bayern, Napoli, Everton og Real Madrid frá 2016.

Carlo tekur við brasilíska landsliðinu í sumar og það stefnir allt í að Xabi Alonso muni taka við og hann mun taka aðstoðarmenn sína með.

Steven Gerrard hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Rangers en hann stýrði liðinu frá 2018-2021.
Athugasemdir
banner