Rangers er í leit að nýjum stjóra en spænski miðillinn Diario AS greinir frá því að Davide Ancelotti sé á óskalista félagsins.
Ancelotti er sonur Carlo Ancelotti en hann hefur verið aðstoðarmaður pabba síns hjá Bayern, Napoli, Everton og Real Madrid frá 2016.
Ancelotti er sonur Carlo Ancelotti en hann hefur verið aðstoðarmaður pabba síns hjá Bayern, Napoli, Everton og Real Madrid frá 2016.
Carlo tekur við brasilíska landsliðinu í sumar og það stefnir allt í að Xabi Alonso muni taka við og hann mun taka aðstoðarmenn sína með.
Steven Gerrard hefur einnig verið orðaður við endurkomu til Rangers en hann stýrði liðinu frá 2018-2021.
Athugasemdir