þri 19. september 2006 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsbankadeild 7/12: Flestir vilja fjölga í deildinni
Helgi Sigurðsson og félagar í Fram verða nýliðar í 10 liða Landsbankadeild á næstu leiktíð. Að baki honum standa leikmenn HK sem einnig koma nýjir inn í deildina.
Helgi Sigurðsson og félagar í Fram verða nýliðar í 10 liða Landsbankadeild á næstu leiktíð. Að baki honum standa leikmenn HK sem einnig koma nýjir inn í deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Mikill meirihluti leikmanna Landsbankadeildarinnar telja að það þurfi að fjölga liðum í deildinni en þetta kemur fram í könnun sem Fótbolti.net framkvæmdi meðal leikmanna deildarinnar í vor þegar mótið var að byrja.

Áttatíu prósent leikmanna deildarinnar vill láta fjölga liðum í deildinni en 18% eru sáttir við fjölda liða. Þá vildu tvö prósent leikmannana fækka liðunum.

Tíu lið leika í Landsbankadeild karla og á hverju ári hefst sú umræða að menn vilji fjölga liðum.

Aldrei hefur hinsvegar verið samþykkt að fara þá leið að fjölga liðum enda telja menn hjá KSÍ erfitt að koma aukaleikjum fyrir í leikjaplaninu yfir árið þar sem miða verður við það lið sem gengur hvað best og leikur í Evrópukeppni og kemst langt í bikarkeppni auk þess að leika í deildinni.

Næsta sumar mun þó slík breyting ganga í gegn í 1. deildinni því tólf lið munu þá í fyrsta sinn leika í þeirri deild. Af þeim sökum fellur aðeins eitt lið úr 1. deild í ár og þrjú koma upp úr 2. deild.

Leikmenn Landsbankadeildarinnar voru líka spurðir hvort þeir væru sáttir við leikjafyrirkomulagið í deildinni og þá sögðust 55% vera óánægðir, 32% voru ánægðir og 13% höfðu ekki skoðun á því.

Finnst þér að eigi að breyta fjölda liða í deildinni?
Já, fjölga 80%
Já, fækka 2%
Nei, 18%

Ertu ánægður með leikjafyrirkomulagið í deildinni?
Já 32%
Nei 55%
Hef ekki skoðun 13%

Í maí 2006 lagði Fótbolti.net könnun fyrir alla leikmenn Landsbankadeildarinnar. Svarhlutfallið var mjög gott því 175 leikmenn deildarinnar svöruðu könnuninni. Nú höfum við unnið úr niðurstöðum könnunarinnar og á næstu dögum munum við birta daglega fróðlegar upplýsingar sem þar komu fram. Klukkan 12:00 á hádegi alla daga fram að lokaumferð deildarinnar 23. september mun birtast hér á síðunni nýr moli úr könnuninni.

Sjá einnig:
Landsbankadeild 1/12: Skemmtilegasti og erfiðasti völlurinn
Landsbankadeild 2/12: Flestir töldu Tryggva bestan
Landsbankadeild 3/12: Flestir ætla að spila áfram þó lið þeirra falli
Landsbankadeild 4/12: Flestir leika í adidas skóm
Landsbankadeild 5/12: Flestir ánægðir með landsliðsþjálfarann
Landsbankadeild 6/12: Ekki gáfulegt að reka þjálfarann
Athugasemdir
banner
banner