Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. október 2006 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur Man Utd og Liverpool í opinni dagskrá á SkjáEinum
Wayne Rooney og Jamie Carragher eigast við á sunnudag.
Wayne Rooney og Jamie Carragher eigast við á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Manchester United og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni um helgina en leikir þessara liða eru jafnan með stærstu leikjum hvers tímabils í deildinni. Leikurinn verður ekki bara í beinni útsendinu á SkjáSporti eins og venja er með leiki í deildinni heldur verður hann einnig í opinni dagskrá á SkjáEinum.

Ástæða þessa er sjö ára afmælis SkjásEins en stöðin fékk í lið með sér styrktaraðila enska boltans, munu styrktaraðilar enska boltan, Esso, BYKO og 1x2, til að geta boðið áhorfendum SkjásEins upp á leikinn í opinni dagskrá á stöðinni.

Þetta er einn af stórleikjum vetrarins og það er alltaf allt á suðupunkti þegar þessir erkifjendur mætast. United trónir á toppi deildarinnar en Liverpool hefur átt í erfiðleikum og er nú um miðja deild. Þetta er leikur sem Liverpool verður að vinna ef liðið ætlar ekki að missa af lestinni á þessu tímabili.

Þess má geta að allir tíu leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir í beinni á SkjáSporti og hliðarrásum. Leikur Man Utd og Liverpool hefst 12:00 á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner