Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. mars 2007 16:45
Andri Fannar Stefánsson
Íslendingar áfram í úrslitakeppni EM U17 ára
6-5 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum
Kolbeinn skoraði fernu gegn Rússum og sex mörk á mótinu.
Kolbeinn skoraði fernu gegn Rússum og sex mörk á mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Myndasafn KSÍ
Ísland 6 - 5 Rússland
1-0 Kolbeinn Sigþórsson (8)
2-0 Frans Elvarsson (21)
3-0 Kolbeinn Sigþórsson (23)
4-0 Kolbeinn Sigþórsson (33)
5-0 Kolbeinn Sigþórsson (40)
6-0 Aaron Palomares (42)
6-1 Denis Voynov ('49)
6-2 Aleksandr Kudryavtsev ('53)
6-3 Aleksandr Kudryavtsev ('70)
6-4 Artem Delkin ('76)
6-5 Dmitri Bobrov ('80 +3)

Íslendingar sigruðu Rússa, ríkjandi Evrópumeistara í þessum aldursflokki, 6-5 í lokaleik liðsins í milliriðli fyrir EM 2007 U17 ára liða en leiknum lauk nú rétt í þessu.

Það var HK-ingurinn Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði fyrsta mark íslenska liðsins á 8. mínútu. Frans Elvarsson bætti síðan við öðru markinu á 21. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði svo Kolbeinn aftur og jók muninn í 3-0.

Kolbeinn skoraði svo aftur, fjórða mark Íslendinga, á 33. mínútu og hann skoraði síðan sitt fjórða mark og fimmta mark íslenska liðsins í uppbótartíma fyrri hálfleiks en leiktíminn er 2x40 mínútur í þessum aldursflokki. Kolbeinn þá þá með fernu í leiknum og alls sex mörk á mótinu.

Magnaður fyrri hálfleikur hjá strákunum en eins og stendur hér að ofan þá eru Rússar núverandi Evrópumeistarar í þessum aldursflokki.

Þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Aaron Palomares sjötta mark Íslendinga en á 49. mínútu náðu Rússarnir að skora sitt fyrsta mark. Þeir skoruðu síðan annað mark á 54. mínútu og svo náðu þeir að minnka muninn enn frekar í 6-3. Síðan þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til leiksloka náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk og síðan í eitt mark rétt eftir það.

Í hinum leik riðilsins fór 2-1 fyrir Portúgölum gegn Norður Írum. Íslendingar lenda því í efsta sæti riðilsins með fimm stig, jafn mörg og Portúgal sem eru með slakari markatölu. Rússar enduðu í þriðja sætinu með fjögur stig og Norður Írar með eitt stig. Efsta sætið tryggir sæti í úrslitakeppni EM 2007 sem fram fer í Belgíu í byrjun maí.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá strákunum.

Sjá einnig:
Mikilvægur leikur hjá U-17 gegn Rússum í dag
U17 ára liðið gerði markalaust jafntefli við Portúgala
Kolbeinn skoraði bæði í jafntefli hjá U17
U17 ára hópurinn sem fer til Portúgals valinn
Athugasemdir
banner
banner
banner