Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 21. mars 2007 18:55
Andri Fannar Stefánsson
Heimild: Vefsíða KSÍ 
U17 ára liðið gerði markalaust jafntefli við Portúgala
Mynd: Myndasafn KSÍ
Strákarnir í U17 ára landsliðinu gerðu markalaust jafntefli gegn heimamönnum í Portúgal í dag í milliriðli fyrir EM 2007. Þeir eiga þó enn möguleika á að komast upp úr riðlinum og í úrslitakeppnina.

Síðasti leikur Íslands er gegn Rússum á laugardaginn næstkomandi og er vonandi að þeir nái góðum leik þar.

Í hinum leik riðilsins sigruðu Rússar, Norður Íra, með þremur mörkum gegn einu. Rússar eru því í efsta sæti með fjögur stig en Ísland og Portúgal eru með 2 stig og geta því bæði komist í efsta sætið.
Athugasemdir
banner
banner