Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 10. júlí 2010 19:40
Þórður Már Sigfússon
Ólafur njósnaði um Motherwell
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, fylgdist með væntanlegum mótherjum Kópavogsliðsins í Evrópudeildinni, Motherwell, sigra Ayr Utd 2-1 í æfingaleik í dag.

Leikurinn fór fram á heimavelli Ayr, sem spilar í skosku 2. deildinni, og var heimaliðið betri aðilinn en Motherwell náði að knýja fram sigur á lokasekúndum leiksins.

Þetta var síðasti æfingaleikur Motherwell fyrir leikinn gegn Breiðablik á Fir Park næsta fimmtudag en liðið hefur sigrað alla þrjá æfingaleiki sína til þessa á undirbúningstímabilinu.
banner
banner
banner
banner
banner