Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   lau 24. júlí 2010 10:00
Hörður Snævar Jónsson
Ólafur Kristjánsson biðst afsökunar á ummælum sínum
Ólafur á góðri stundu með Ingvar Kale.
Ólafur á góðri stundu með Ingvar Kale.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur beðið afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla um stuðningsmenn liðsins í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-1 tap liðsins gegn Motherwell á fimmtudag.

,,Það er bara þannig að ég er að stjórna liðinu í leik og sé að menn eru að leggja sig 100 prósent fram og gera sitt besta. Lið sem í sumar þegar hingað er komið efst í deildinni og spila vel. Þá fannst mér alltof margir snillingar og alltof mikið neikvæðis tuð koma úr stúkunni," sagði Ólafur við Fótbolta.net á fimmtudag.

Hér að neðan má sjá yfirlýsingu sem Ólafur sendi stuðningsmönnum Breiðabliks.

Yfirlýsing Ólafs:
Mig langar að þakka aðstandendum leiksins gegn Motherwell fyrir frábæra umgjörð, gott skipulag og góða framkvæmd. Stuðningsmönnum, Stuðblikum og Blikaklúbbnum vil ég líka þakka fyrir þann svip sem þeir settu á leikinn og þann stuðning sem liðið fékk í leiknum. Það er frábært að ná að fylla völlinn og sýnir að það er hægt að fylla Kópavogsvöll af Blikum. Megi verða framhald á.

Mig langar líka að útskýra ummæli sem ég lét falla í viðtali á fótbolta.net eftir leik í gærkvöldi. Ummælin hafa farið þverrt ofan í marga af okkar frábæru stuðningsmönnum og sennilega hitt fleiri en ástæða er til. Það sem ég átti við, aðspurður um orðaskipti við stúkuna var, að mér fannst á kafla í seinni hálfleik heyrast meira af neikvæðni ofan úr stúku en stuðningi. Stuðningurinn var frábær stærstan hluta leiksins og ekkert yfir honum að kvarta, einhverjir einstaklingar hafa kannski verið orðnir örvæntingafullir vegna stöðunnar í leiknum og sýnt viðbrögð við því. Það er ekki við hæfi að ég sem þjálfari grípi það á lofti.

Orðalag þess sem sagt var, var kannski óvarlegt og illa vandað og biðst ég afsökunar á því. Þjálfari sem og leikmenn eiga að geta valið orð sín betur en ég gerði í margumræddu viðtali.

Snúum okkar að nýjum verkefnum, stöndum saman og horfum fram á veginn.
banner
banner