U21 árs landslið karla mætir Þjóðverjum í mikilvægum leik í undankeppni EM á Kaplakrikavelli á morgun en með sigri fer íslenska liðið langt með að tryggja sér sæti í umspili um sæti á EM.
U21 árs landsliðið æfði á Álftanesi í morgun og stemningin hjá leikmönnum var góð.
Leikmennirnir grínuðust meðal annars í Jóhanni Berg Guðmundssyni þegar hann var í viðtali en boltum var hent og sparkað í áttina að honum.
,,Í síðasta leik fór 2-2 og þetta er nokkurnvegin sama lið þannig að ég sé ekki fram á annað en að við getum unnið þá," sagði Jóhann Berg við Fótbolta.net.
,,Ef við vinnum þennan leik erum við svo gott sem komnir áfram og við förum í þennan leik til að vinna hann. Við ætlum okkur að vinna hann."
Hér að ofan má sjá viðtalið þar sem boltunum rignir yfir Jóhann Berg.
























