Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 22. september 2010 16:23
Matthías Freyr Matthíasson
Heimild: Heimasíða ÍA 
Dean Martin ráðinn afreksþjálfari ÍA
Dean Martin er aftur genginn til liðs við ÍA
Dean Martin er aftur genginn til liðs við ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Dean Martin sem lét af störfum sem þjálfari KA á dögunum hefur verið ráðinn í starf afreksþjálfara ÍA til næstu tveggja ára. Dean er ekki ókunnugur ÍA en hann hefur tvívegis leikið með Skagamönnum, síðast á árunum 2005 - 2007. En þetta kemur fram á heimasíðu ÍA í dag.

Í starfi Afreksþjálfara felst þjálfun þeirra leikmanna sem valdir hafa verið í afrekshópa félagsins en um er að ræða drengi og stúlkur á aldrinum 14 til 20 ára. Æfingar fara fram á veturna fyrir skólatíma og felast hvorutveggja í hefðbundnum knattspyrnuæfingum auk þess sem mikil áhersla er lögð á almenna hreysti iðkennda.

Þá mun Afreksþjálfari vera þjálfara meistaraflokks karla til aðstoðar á öllum æfingum og leikjum. Mikill metnaðar er hjá félaginu að haga þjálfun flokksins eins og best verður á kosið og með þessum hætti fá ungir leikmenn félagsins aukin gæði og liðsinni á æfingum. Jafnframt mun Afreksþjálfari koma að þjálfun yngstu iðkennda félagsins.

Samkvæmt því sem Þórður Guðjónsson framkvæmdarstjóri ÍA segir er enn óljóst hvort að Dean muni einnig spila með Skagamönnum næsta sumar.

banner
banner
banner