Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
banner
   mið 01. janúar 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Rashford: Þetta er hlægilegt
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United á Englandi, fann sig knúinn til þess að neita sögusögnum um að hann hafi hitt umboðsmenn á vegum Stellar til þess að flýta fyrir félagaskiptum frá United.

Mirror greindi frá því á dögunum að Rashford hafi farið á fund hjá Stellar með það í huga að umboðsskrifstofan gæti hjálpað honum að komast frá United.

Englendingurinn, sem virðist ekki vera í náðinni hjá Ruben Amorim, var ekki lengi að blása á þær sögusagnir og segist vera kominn með nóg af fréttaflutningi síðustu daga.

„Þær eru margar falsfréttirnar sem hafa verið skrifaðar síðustu vikur, en þetta er bara að verða hlægilegt. Ég hef ekki heitt neina umboðsskrifstofu og ætla mér ekki að gera það,“ sagði Rashford á Instagram.

Eftir að Rashford tjáði sig um þetta hefur Mirror eytt upphaflegu fréttinni.

Talið er að hann fari frá United í þessum mánuði en hann hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og franska félagið Paris Saint-Germain.


Athugasemdir
banner